17. júní 2021

Kæru kvenfélagskonur!

Vegna Covid eru engin hefðbundin hátíðahöld í Garðabæ en Björg Fenger fosteti bæjarstjórnar Garðabæjar var valin fjallkona ársins 2021 og sýnir meðf. myndband skautun fjallkonu og fer hún með ljóð. Fjallkona klæðist skautbúningi í eigu Kvenfélags Garðabæjar en ber skart í eigu Kvenfélags Álftaness.  


Video af skautun fjallkonu 2021 Hér

 

Aðalfundur kvenfélags Garðabæjar að Garðaholti þann 8. júní 2021 kl. 19

Kæru kvenfélagskonur!
Boðað er til aðalfundar Kvenfélags Garðabæjar 2021 á Garðaholti þriðjudaginn 8. júní 2021 kl.19:00

Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar á milli aðalfunda
Fundargerð síðasta félagsfundar
Ársreikningur Kvenfélagsins 2020
Ársreikningur Garðaholts 2020
Stjórnarkosning í aðalstjórn og varastjórn.
Kosning nefnda fyrir árið 2021 - 2022
Lagabreytingar - engar tillögur hafa borist
Önnur mál:
- Málefni Garðaholts

-       
Vináttan er eina límið sem dugir á heiminn

Veitingar eru í boði félagsins í umsjón stjórnar

Nú mega koma saman 150 manns með sínum takmörkunum.
Fundarboð þetta verður borið út til þeirra sem ekki eru nettengdar.

Konur þurfa að skrá sig til fundarins (með nafni og síma) vegna veitinga í boði félagsins fyrir 2. júní n.k.

Skráning skal berast til Erlu Biljar, ritara á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 680 8585.

Fylgt verður sóttvarnarreglum

Sumarkveðja
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir, formaður


Kvenfélag Garðabæjar skilar rekstri á félagsheimilinu Garðaholti

20210518 103353

Þann 18.05.2021 urðu þau gleðilega tíðindi þegar formaður Kvenfélagsins Helena S. Jónasdóttir og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar að viðstöddum varaformanni Guðrúnu Eggertsdóttur og Guðjóni Friðrikssyni bæjarritara undirrituðu samkomulag um skil á félagsheimilinu Garðaholti í Sveinatungu við Garðatorg.

Stjórnin getur því nú andað léttar að vera laus við ábyrgð á rekstri Garðaholts sem Garðabær tekur nú við frá og með 1. júlí nk.  Garðabær hefur þegar auglýst í nýjajasta Garðapósti eftir rekstrarstjóra fyrir Garðaholt.

Sumarkveðja,
Helena S. Jónasdóttir formaður 

Hreinsunarátak fimmtudaginn 20. maí 2021 í Garðaholti

Komið þið sælar kæru kvenfélagskonur!

vorhreinsun loda 2021 minni með texta   

Ég óska ykkur gleðilegs sumar og vona svo sannarlega að þið séuð flestar komnar með bólusetningu sumar eina og aðrar full bólusettar og séu við góða heilsu.

Við sóttum um að fá að taka þátt í hreinsunarátak í Garðabæ.

Okkur hefur verið úthlutað sama svæði og í fyrra: nærumhverfi Garðaholts, meðfram vegi Garðavegs í átt að Garðakirkju og Garðaholtsveg í átt að gamla Álftanesveg.

Þátttakendur eru hvattir til að flokka sérstaklega plast frá öðru rusli í sér poka.

Hvað segið þið um smá hitting fyrir utan Garðaholt fimmtudaginn 20. maí n.k. kl.16:30.
Höldum út í vorið njóta blíðunnar sem hvílir yfir landi okkar þessa dagana.

Boðið verður upp á heitar kleinur og kakó og kruðerí.

En við verðum samt að biðja ykkur um að skrá ykkur hjá ritara Erlu Bil

með símanúmeri og heimilisfangi pössum upp á allar sóttvarniri.

Við hlökkum til að sjá sem flestar.

Það verða pokar á staðnum ef að þið eigið ruslatínur þá megið þið koma með það og klæða sig eftir veðri frekar kalt úti.

"Með hverju kærleiksverki,sem þú vinnur í dag, vefur þú nýjan gullþráð í ábreiðuna sem skýlir þér á morgun"

F.h. stjórn kvenfélags Garðabæjar

Helena Jónasdóttir formaður

                

Rafræn ráðstefna NKF- Umhverfismál og viðbúnaður við loftslags breytingum á Zoom 28. apríl nk. kl. 16

NKF Nordens Kvinnoförbund

Það er komið að Rafrænu ráðstefnunni með NKF sem verður haldin klukkan 16:00 að íslenskum tíma á Zoom.

Vilborg Eiriíksdóttir kvenfélagi Mosfellsbæjar og fyrrum varaforseti KÍ verður fundarstjóri

Þema  fundarins er Umhverfismál og viðbúnaður við loftslagsbreytingum.

Fjórir fyrirlesarar frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verða með fyrirlestra.

Umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun ávarpa fundinn.

Sjá nánar dagskrá hér að neðan:

Vonumst til að sjá sem flestar ykkar á skjánum.

Dags: 28 april 2021 kl. 16 á íslenskum tíma

Fer fram á Zoom: Smelltu hér til að taka þátt

Live Stream á Facebook   Sjá facebook viðburð 

Tid/Tími: kl. 19:00-20:30 finsk tid, kl. 18:00 svensk/norsk tid, kl. 16:00 ísl. tid

Tema/Þema:  Miljöfrågor och katastrofberedskap /Umhverfismál og viðbúnaður við loftslagsbreytingum

Kvenfélagasamband Islands välkomnar dig till Nordens kvinnoförbundet - NKF´s Digitalt seminarium.

Kvenfélagasamband Íslands býður þig velkomin á rafræna ráðstefnu sem haldin er í stað Norræns þings sem halda átti á Íslandi í júní 2020. 

Moderator: Vilborg Eiriksdottir, Kvenfélagasamband Íslands

Föredrag/Fyrirlestrar: 

Island: Naturkris och miljöfrågor/Náttúruvá og möguleg áhrif á umhverfismál, Iris   Eva Einarsdottir  Geolog/jarðfræðingur, Reykjavik Energi

Sverige: Kris och beredskap/kreppur og viðbúnaður „När  är det kris och vad kan jag göra” „Hvenær er kreppa og hvað get ég gert” Misse Wester professor vid Lunds Universitet

Norge: Naturfare, beredskap og forebygging i et endret klima,/ Náttúruvá, viðbúnaður og forvarnir í breyttu loftslagi, Kari Øvrelid, Norges Vassdrags- og energidirektorat

Finland: ”Nyttor ur havet i ett förändrat klimat”/ Nytjar hafsins i breyttu loftslagi, Roosa Mikkola, diplom biolog, projektledare Östersjön 2.0, Finlands svenska Marthaförbund rf

Tidsschema för seminarium. (Finsk tid)
Börja    Slut  
19:00 19:05 Gudrun Thordardottir ordförende NKF öppnar mötet
19:05 19:17 Föredrag - Island
19:17 19:18 Vilborg Eiriksdottir Moderator presenterar.
19:18 19:30 Föredrag - Sverige
19:30 19:31 Vilborg Eiriksdottir Moderator presenterar.
19:31 19:43 Föredrag - Norge
19:43 19:44 Vilborg Eiriksdottir Moderator presenterar.
19:44 19:56 Föredrag - Finland
19:56 20:00 Vilborg  Eiriksdottir Moderator- sammandrag.
20:00 20:03 Gudmundur Ingi Gudbrandsson Minister för miljö och naturresurser Island
20:03 20:25 Frågor och funderingar
20:25 20:30 Mötet avslutat

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti er styrktaraðili ráðstefnunnar.

Ministeriet för miljö och naturresurser är sponsor för konferensen.

Nánar um Zoom aðgang á fundinn: 

Kvenfelagasamband Islands is inviting you to a scheduled Zoom meeting.

Topic: Digitalt Seminarium
Time: Apr 28, 2021 04:00 PM Reykjavik

Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/86227873352?pwd=WG9yMTdmdDRBbGRmQjN4bGRQV014UT09

Meeting ID: 862 2787 3352
Passcode: 959602

_______________________________________________________________________________________________________________